UM OKKUR

Fjölskyldufyrirtæki í hjarta borgarinnar

SÚPAN

Núðlusúpan frá Noodle Station er löngu orðin þjóðkunn og það er óhætt að fullyrða að margir elska hana. Súpuna er hægt að fá með kjúklingi eða nautakjöti en auk þess inniheldur hún ýmislegt annað góðgæti sem gefur súpunni sitt einstaka og ljúffenga bragð.

FYRIRTÆKIÐ

Veitingastaður Noodle Station opnaði fyrst árið 2009 á Skólavörðustíg og varð fljótlega afar eftirsóttur. Nú hefur Noodle Station opnað samskonar stað í Laugavegi 86 og Bæjarhrauni 4.

Fjölskylduuppskrift

FJÖLSKYLDUUPPSKRIFT

Veitingastaðurinn er í eigu Charin Thaiprasert sem kemur upprunalega frá Tælandi en uppskriftin að súpunni kemur frá ömmu hans og hefur verið í fjölskyldunni í áraraðir. Súpar er vel varðveitt fjölskylduleyndarmál sem margir myndu án efa borga fúlgu fjár fyrir að vita.